Djúpavogshreppur
A A

Hreindýr hleypur af sér hornin í orðsins fyllstu

Hreindýr hleypur af sér hornin í orðsins fyllstu

Hreindýr hleypur af sér hornin í orðsins fyllstu

skrifaði 19.01.2007 - 00:01

Þegar Rúnar Gunnarsson bóndi að Hnaukum var á ferð fyrir skemmstu milli Álftafjarðar og Djúpavogs mætti hann hreindýrahjörð sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað þegar hann hafði keyrt framhjá dýrunum varð honum litið í baksýnisspegilinn og sá hann þá hvar eitt hreindýr hljóp þvert yfir veginn aftan við bílinn og stoppaði síðan snögglega.

Rúnar stoppaði þá bílinn og fylgdist með dýrinu því það hegðaði sér óvenjulega þar sem það stóð og hristi hausinn fram og til baka. Skipti þá engum togum að hornin duttu allt í einu af dýrinu í götuna. Þegar betur var að gáð var gríðarlega mikil vírflækja vafin um hornin eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af horninu.

Hreindýrshorn


Mikið er um hreindýr hér um slóðir þessa dagana og sækja þau nær mannabyggð með hverjum deginum eftir því sem vetur konungur lætur meir að sér kveða. Í gær heimsóttu m.a. annars hreindýr heimili sveitarstjóra eins og sjá má á annarri meðfylgjandi mynd sem hann tók út um dyrnar á Kiðhömrum. Herma fregnir að hann hafi náð dýrunum og ætli að beita þeim fyrir sleða. Það verður því spennandi að sjá á mánudagsmorgunin hvort það verði Toyotan eða hreindýrasleði sem að standa mun í bílastæðinu við ráðhúsið.

Hreindýr

BTÁ/AS
Myndir : BTÁ/BHG