Hreindýr á flæðiskeri

Hreindýr á flæðiskeri skrifaði - 24.04.2009
16:04
Síðastliðinn fimmtudag mátti sjá allt að 20 hreindýrum á flæðiskeri við svokallaða Búlandshöfn í Hamarsfirði sem er steinsnar innan við þéttbýlið á Djúpavogi. Dýrin voru innlyksa á skerinu meðan flóðið gekk yfir en fremur stórstreymt var þennan dag, en þegar fjara tók út, sættu dýrn lagi og runnu í land. AS