Djúpivogur
A A

Hrafna Hanna í úrslitum Idol stjörnleitar í kvöld

Hrafna Hanna í úrslitum Idol stjörnleitar í kvöld

Hrafna Hanna í úrslitum Idol stjörnleitar í kvöld

skrifaði 15.05.2009 - 16:05

Jæja, þá er komið að því.

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir tekur þátt í úrslitum Idol stjörnuleitar í kvöld kl. 20:00. Hún komst eftirminnilega í gegnum undanúrslitin fyrir síðustu viku og etur kappi við Önnu Hlín Sekulic um nafnbótina Idol stjarna Íslands.

Hvor keppandi mun syngja þrjú lög í kvöld; eitt að eigin vali, eitt sem dómnefndin velur og síðan eitt sem samið var sérstaklega fyrir þetta kvöld.

Hrafna mun syngja að eigin vali ELO lagið Ticket to the moon og dómnefndin vill heyra hana syngja Ég elska þig enn eftir Magnús Eiríksson. Lagið sem samið var fyrir keppendur heitir Alla leið eftir Örlyg Smára en textinn er eftir Páll Óskar.

Stelpurnar tvær voru beðnar um að velja sína uppáhaldsflutninga í keppninni hingað til og valdi Hrafna eftirtalin lög (smellið á þau til að hlusta)

Heartache tonight
Sound of silence

Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna á Hótel Framtíð í kvöld og styðja Hröfnu. Á hótelinu verða pizzatilboð o.fl.

Kosninganúmer Hröfnu í kvöld er 900-9002.

Áfram Hrafna!

ÓB
Myndir: visir.is