Djúpivogur
A A

Hrafna Hanna í undanúrslitum Idol í kvöld

Hrafna Hanna í undanúrslitum Idol í kvöld

Hrafna Hanna í undanúrslitum Idol í kvöld

skrifaði 08.05.2009 - 15:05

Í kvöld fara fram undanúrslit í Idol stjörnleit á Stöð 2. Þar keppir Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, Djúpavogsbúi, um að komast í sjálfan úrslitaþáttinn í þessari ágætu keppni. Tvær aðrar stúlkur, þær Anna Hlín Sekulic og Guðrún Elísa Einarsdóttir taka þátt í undanúrslitunum og mun ein þessara þriggja detta út í kvöld eftir símakosningu.

Í kvöld er Eurovision-þema og ætlar Hrafna að spreyta sig á lögunum All kinds of everything sem írska söngkonan Dana söng árið 1970 og Þér við hlið sem Regína Ósk söng í íslensku undankeppni Evróvisjón árið 2006.

Hrafna verður önnur á svið í kvöld og er kosninganúmer hennar 900-9002.

Síðustu vikur hefur staðið yfir söfnun fyrir Hröfnu sem Tónleikafélag Djúpavogs stendur fyrir og var m.a. stofnaður söfnunarreikningur í Sparisjóðnum. Tónleikafélag Djúpavogs styrkti Hröfnu um 20.000 og skoraði á fyrirtæki og félagasamtök í Djúpavogshreppi að jafna þá upphæð. Nú þegar hafa nokkrir ákveðið að taka þessari áskorun og er það vel. Áskorun Tónleikafélagsins stendur enn og er þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem taka vilja áskoruninni bent á að hægt er að leggja inn frjáls framlög á reikning 1147-05-546 á kennitölu 120987-3059.

Áfram Hrafna Hanna!

 


Guðrún, Anna og Hrafna / mynd visir.is