Djúpivogur
A A

Hótel Framtíð vinnur Lífshlaupið

Hótel Framtíð vinnur Lífshlaupið

Hótel Framtíð vinnur Lífshlaupið

skrifaði 26.04.2017 - 11:04

Lífshlaupið vinnustaðakeppni fór fram í febrúar síðastliðnum en keppnin hvetur landsmenn til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er

Það er gaman að segja frá því að Hótel Framtíð vann Lífshlaupið 2017 í flokki fyrirtækja með 3 - 9 starfsmenn. Þar urðu þau í fyrsta sæti með flesta daga og flestar mínútur. Það að auki átti Hótel Framtíð mynd ársins en myndin er tekin af þessum flotta hópi úti á söndum og má sjá hér með fréttinni.

 

 

 

 

 

Lífshlaupið

Þetta er sannarlega glæsilegur árangur og við óskum Hótel Framtíð til hamingju!

BR