Djúpavogshreppur
A A

Höfðingleg gjöf til Björgunarsveitarinnar Báru

Höfðingleg gjöf til Björgunarsveitarinnar Báru

Höfðingleg gjöf til Björgunarsveitarinnar Báru

skrifaði 18.07.2009 - 06:07

Þrír framtakssamir drengir, þeir Bjarni Tristan Vilbergsson, Bjarni Þór Gíslason og Lárus Þór Gíslason tóku sig til um daginn og héldu tombólu og gáfu síðan ágóðann, kr. 5.300, til styrktar Björgunarsveitarinnar Báru.

Styrkinn afhentu þeir björgunarsveitinni við formlega athöfn og fengu í staðinn innsýn í starf björgunarsveitarinnar og bílrúnt á björgunarsveitarbílnum. 

Björgunarsveitin vill að sjálfsögðu koma á framfæri innilegum þökkum til drengjanna fyrir þetta göfuga framtak.

Myndina hér að neðan tók Magnús Kristjánsson.

ÓB

 

 Hér sést formaður Björgunarsveitarinnar Báru, Reynir Arnórsson, taka við peningagjöfinni frá drengjunum.