Djúpavogshreppur
A A

Hnaukabúið er Djúpavogsdeildarmeistari 2019

Hnaukabúið er Djúpavogsdeildarmeistari 2019

Hnaukabúið er Djúpavogsdeildarmeistari 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 09.09.2019 - 11:09

Hnaukabúið er sigurvegari fyrsta móts Djúpavogsdeildarinnar.

Sex lið voru skráð til leiks í Djúpavogsdeildinni sem hófst 2. júní og samtals tóku um 85 leikmenn þátt. Leikið var jafnt og þétt í allt sumar og að lokum voru það lið Nallara og Hnaukabúsins sem léku til úrslita á Neistavelli föstudaginn 6. september.

Nallarar höfðu unnið alla sína leiki nema einn fram að úrslitaleiknum og Hnaukabúið unnið alla sína nema gegn Nöllurum, en liðin mættust 17. júní í hörkuleik þar Nallarar höfðu sigur 5-1. Hnaukabúið hafði því harma að hefna.

Úrslitaoleikurinn var hin besta skemmtun og mikið af færum á báða bóga. Það er þó skemmst frá því að segja að Hnaukabúið vann leikinn 4-1 og sýndi mikla yfirburði á flestum sviðum.

Hnaukabúið er því Djúpavogsdeildarmeistari 2019 og við óskum liðinu innilega til hamingju.


Lið Nallara og Hnaukabúsins tilbúin að ganga inn á völlinn ásamt dómara leiksins, Þóri Stefánssyni.


Leikmenn Nallara og Hnaukabúsins ásamt dómara leiksins.
Standandi frá vinstri, Afonso Bandeira Guimarães, Francisco Gomez Vides, fyrir aftan hann Guðjón Viðarsson, Sigurjón Stefánsson, Natan Leó Arnarsson, Snjólfur Gunnarsson, Kristófer Dan Stefánsson, Maciej Pietruńko, Jóhann Hjaltason og Þórir Stefánsson dómari.
Fremri röð f.v.: Friðrik Snær Stefánsson, Bjartur Elí Egilsson, Þorbjörg Sandholt, Rúnar Gunnarsson, Rán Freysdóttir, Hafdís Reynisdóttir, Guðmundur Helgi Stefánsson og Marcin Marszałek liggjandi.


Snjólfur Gunnarsson lyftir bikarnum á loft.


Hnaukabúið, Djúpavogsdeildarmeistarar 2019.
Aftari röð frá vinstri: Rúnar Gunnarsson, Guðjón Viðarsson, Snjólfur Gunnarsson og Sigurjón Stefánsson.
Fremri röð f.v.: Kristófer Dan Stefánsson, Guðmundur Helgi Stefánsson og Hafdís Reynisdóttir.