Djúpavogshreppur
A A

Hjálmar og öryggisvesti á leikskóla Djúpavogs

Hjálmar og öryggisvesti á leikskóla Djúpavogs

Hjálmar og öryggisvesti á leikskóla Djúpavogs

skrifaði 09.11.2012 - 17:11

Gréta Jónsdóttir, umboðsmaður Sjóvár á Djúpavogi, færði nýlega leikskólanum Bjarkatúni á Djúpavogi um 30 öryggisvesti og tvo öryggishjálma vegna notkunar á tveimur hlaupahjólum í eigu leikskólans.

Frá vinstri eru þau Brynja og Óðinn komin með nýju hjálmana á höfuðið. Stepanie Tara klæddi sig í öryggisvesti, en þau lýsa vel í myrkri og geta því komið sér afar vel í vetur. Á leikskólanum á Djúpavogi setja börnin öryggið á oddinn!

ÓB