Djúpivogur
A A

Hera með tónleika á Hótel Framtíð í kvöld

Hera með tónleika á Hótel Framtíð í kvöld

Hera með tónleika á Hótel Framtíð í kvöld

skrifaði 09.07.2010 - 15:07

Söngkonan Hera er á tónleikaferðalagi um Ísland og ætlar að heiðra Djúpavogsbúa með nærveru sinni. Hera mun halda tónleika í kjallaranum á Hótel Framtíð í kvöld, föstudaginn 9. júlí. Húsið opnar kl. 20:30 og munu tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er kr. 1500.

Hera hefur nokkrum sinnum áður spilað á Djúpavog við góðar undirtektir enda mjög efnileg söngkona hér á ferðinni.

Allir velkomnir,

Hótel Framtíð

BR