Djúpivogur
A A

Helgihald um páskana í Djúpavogsprestakalli

Helgihald um páskana í Djúpavogsprestakalli

Helgihald um páskana í Djúpavogsprestakalli

skrifaði 21.03.2018 - 11:03

Helgihald í Djúpavogsprestakalli um páskana verður eftirfarandi:

Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11.00
Sunnudagaskóli í Djúpavogskirkju kl. 11.00
Söngur, saga og brúður og páskaeggjaleit

Skírdagur 29. mars kl. 14.00
Fermingarmessa í Djúpavogskirkju kl. 14.00
Fermdar verða:
Elísa Rán Brynjólfsdóttir, Vörðu 17, Djúpavogi
Urður Elín Nökkvadóttir, Hömrum 6, Djúpavogi

Föstudagurinn langi 30. mars kl. 13.00
Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Berufjarðarkirkju
Nokkrir íbúar prestakallsins sjá um lesturinn sem hefst kl. 13.00 og lýkur væntanlega um
kl. 16.00. Fólki er frjálst að koma og fara á meðan á flutningi sálmanna stendur.
Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar.

Páskadagur 1. apríl kl. 9.00
Hátíðarguðsþjónusta í Djúpavogskirkju
Morgunverður í boði sóknarnefndar eftir guðsþjónustu og páskaegg á hverju borði.

Verum öll hjartanlega velkomin til kirkju á helgri hátíð,
sóknarprestur