Djúpavogshreppur
A A

Helgihald í dymbilviku og á páskadag

Helgihald í dymbilviku og á páskadag

Helgihald í dymbilviku og á páskadag

skrifaði 23.03.2016 - 10:03

Skírdagur 24. mars: Fermingarmessa í Djúpavogskirkju kl. 14.00

Fermdar verða:
Eydís Una Jóhannsdóttir, Kambi 8
Hafrún Alexía Ægisdóttir, Markarlandi 1
Viktoría Brá Óðinsdóttir, Kambi 2

Föstudagurinn langi: Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Djúpavogskirkju

Lesarar verða sóknarbörn á ýmsum aldri, þau yngstu á 13. ári, þátttakendur í stóru upplestrarkeppninni. Lesturinn hefst kl. 11.00 og lýkur væntanlega um kl. 15.30. Fólk hvatt til að koma til kirkju, hlýða á lestur um stund og þiggja vöfflur og kaffi í safnaðarheimilinu.

Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 9.00 í Djúpavogskirkju

Boðið til morgunverðar eftir guðsþjónustu og við deilum með okkur nokkrum páskaeggjum og lesum málshættina.

Sóknarprestur og sóknarnefnd