Djúpivogur
A A

Heldra líf á Bifröst

Heldra líf á Bifröst

Heldra líf á Bifröst

skrifaði 14.05.2009 - 17:05

Háskólinn á Bifröst stendur fyrir áhugaverðri nýjung í sumar fyrir aldurshópinn 60+.

Um er að ræða 5 daga dagskrá á Bifröst þar sem boðið verður upp á ýmis fræðsluerindi, skemmtun og útivist. Í boði verður gisting í háskólaþorpinu, fullt fæði og fjölbreytt dagskrá frá 8.-12. júní.

Áhersla verður lögð á fræðslu og ráðgjöf um málefni líðandi stundar, útivist í einstöku umhverfi skólans og skemmtilegar samverustundir á kvöldvökum þar sem m.a. Gunnar Þórðarson, tónskáld kemur fram.

Meðal fræðsluerinda verða:

•    Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst fjallar um framtíðarhorfur í íslensku efnahagslífi
•    Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar fjallar um stjórnlagaþing
•    Jón Ólafsson, forseti félagsvísindadeildar fjallar um hvernig byggja megi réttlátara samfélag
•    Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs fjallar um kosti og galla inngöngu Íslands í Evrópusambandið
•    Lára V. Júlíusdóttir, hrl. og stundakennari við Háskólann á Bifröst fjallar um almannatryggingar og réttindi eldri borgara
•    Sr. Elínborg Sturludóttir, sóknarprestur í Stafholti, fjallar um lífsgleði og lífsgæði á óvissutímum

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.bifrost.is.
Hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar.

Bækling um dagskrána er hægt að sjá með því að smella hér.