Djúpavogshreppur
A A

Heimsókn á Nönnusafn

Heimsókn á Nönnusafn

Heimsókn á Nönnusafn

skrifaði 10.09.2010 - 14:09

Eins og fram hefur komið á heimasíðunni stendur nú yfir leikfangasýning á Nönnusafni. Nemendur 4.-6. bekkjar grunnskólans fengu að skoða safnið í gær fimmtudag. Guðríður og Ingunn tóku einstaklega vel á móti nemendum og fylgdarliði. Þær fræddu þá um ævintýri sýningargripanna og leiddu þá um allt sýningarsvæðið. Í eldhúsinu í gamla bænum var boðið upp á mjólk, snúða og kex. Nemendur voru himinsælir þegar þeir komu aftur í skólann. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilega sýningu og frábærar móttökur. Myndir úr ferðinn sjást hér.