Djúpavogshreppur
A A

Heimili og skóli í heimsókn

Heimili og skóli í heimsókn

Heimili og skóli í heimsókn

skrifaði 04.03.2015 - 15:03

Á morgun, fimmtudaginn 5. mars verða fulltrúar frá Heimili og skóla og SAFT með foreldrakynningu í grunnskólanum.  Hún hefst klukkan 18:00 og tekur um eina klukkustund.  

Yfirskriftin er:  Börn - snjalltæki - samfélagsmiðlar: Í erindinu er farið yfir notkun barna og unglinga á netinu. Fjallað um helstu samfélagsmiðla sem börn og ungmenni eru að nota í dag og hvað þau gera á þeim, miðla eins og Facebook, Snapchat, Instagram, Ask.Fm og fleiri.  Einnig er fjallað um neteinelti, myndbirtingar og ofnotkun svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar gegna lykilhlutverki hvað þetta varðar og fá góð ráð um rafrænt uppeldi.

Skólinn greiðir fyrir þetta erindi þannig að kostnaður foreldra er enginn.  Á föstudagsmorguninn verður einnig fræðsla fyrir 5.-7. bekk annars vegar og síðan 8.-10. bekk hins vegar.

Ég hvet ykkur öll til að mæta því það er mikilvægt að við foreldrar séum ábyrg þegar kemur að þessum málum og hjálpum börnum okkar að umgangast þessi tæki með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum að leiðarljósi.

Skólastjóri