Djúpivogur
A A

Heima er best - Myndband eftir Skúla Andrésson

Heima er best - Myndband eftir Skúla Andrésson

Heima er best - Myndband eftir Skúla Andrésson

skrifaði 23.10.2011 - 19:10

Okkur barst í dag frábært myndband frá Skúla Andréssyni (syni Andrésar og Grétu). Skúli hefur undanfarin misseri stundað nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Það er ljóst að hann er efnilegur kvikmyndagerðarmaður og hefur gott auga fyrir fallegum skotum.

Skúli hefur dvalið undanfarna viku hér á Dúpavogi og hefur sést til hans með myndavélina á vappi um bæinn. Afrakstur þess má sjá í meðfylgjandi myndbandi sem eflaust hefur framkallað nokkur tár hjá burtflúnum og fyllt þá og að sjálfsögðu okkur hin sem hér búum miklu stolti. Myndbandið er glæsileg kynning fyrir Djúpavogshrepp og ef við þekkjum veraldarvefinn rétt þá verður þess ekki langt að bíða að það rati fyrir augu útlendinga og veki áhuga þeirra á að heimsækja okkar fallega hrepp.

Við þökkum Skúla fyrir myndbandið og hann má svo sannarlega vera stoltur af því.

ÓB

 

 

 

 


Eldri umfjallanir um Skúla:

22.06.2011 - Lífsviljinn - Stuttmynd um Rafn Heiðdal