Heilsunudd og heilun

Kynning frá Reyni Katrínarsyni sem hefur hafið starfsemi í Sætúni. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í sveitarfélagið.
Fyrir ári síðan kom ég hér til Djúpavogs og var hér ágústmánuð, bauð þá upp á heilsunudd og heilun og var líka að skoða umhverfið hér á Austfjörðum.
Nú í ár kom ég aftur í sama tilgangi og er enn heillaður af þessu svæði, svo ég ákvað að flytja hingað. Það er eitthvað í orku svæðisins sem hefur góð áhrif á mig í sambandi við myndlistina og það að skrifa.
Þannig að nú er ég fluttur á Djúpavog og kominn með nuddaðstöðu í Sætúni og er að bjóða upp á heilsunudd og heilun. Einnig verð ég með opna vinnustofu þar sem hægt er að kíkja i heimsókn og skoða það sem ég er að vinna í.
Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 8612004.
Reynir Katrínarson, heilsunuddari
Einnig hef ég hugsað mér að halda námskeið í vetur t.d. í myndlist, vattasaum o.fl.
Gaman væri að heyra í fólki sem hefur áhuga á að koma á námskeið.
Verið hjartanlega velkomin að hafa samband við mig í síma 8612004 eða kíkja i heimsókn i Sætún. Einnig er hægt að skoða listaverk mín á facebook vinasíðunni minni. Þar eru albúm með myndum af listaverkum mínum.