Djúpivogur
A A

Haustroði

Haustroði

Haustroði

skrifaði 17.10.2009 - 11:10

Veðrið er búið að vera fádæma gott síðustu daga og himininn búinn að leika á alls oddi hvað eftir annað. Undirritaður er nú enginn sérfræðingur í að taka svona sólarlagsmyndir en ákvað að prófa til þess eins að valda burtflúnum svolítilli heimþrá.

Eins er sá sem þetta ritar enginn sérfræðingur í "fótósjoppi" og lætur þau fræði öll eiga sig. Því eru myndirnar útlítandi eins og þær komu af kúnni.

Þrátt fyrir þetta allt er það vonandi að meðfylgjandi myndir ylji einhverjum um hjartarætur.

ÓB