Djúpivogur
A A

Hátíðardagskrá á 17. júní

Hátíðardagskrá á 17. júní

Hátíðardagskrá á 17. júní

skrifaði 18.06.2012 - 13:06

Hátíðardagskrá á 17. júní hófst við grunnskólann með skrúðgöngu þar sem drottningarnar fóru fyrir sínum hverfum með miklum myndarbrag, en gengið var að íþróttavellinum. Þar flutti fjallkonan, Anný Mist Snjólfsdóttir, ávarp og síðan hófst skemmtidagskrá, þar sem m.a. var reiptog, fótbolti, eiginkvennaburður o.fl.

Að lokinni skemmtidagskrá voru úrslitin í hverfakeppninni kunngjörð en í þetta sinn var það appelsínugula hverfið sem hafði sigur og óskar heimasíðan þeim innilega til hamingju.

Við bendum á frétt um hverfakeppnina, sem birtist fyrr í dag.

Myndir frá hátíðardagskránni má sjá með því að smella hér.

ÓB
Myndir: AS/BTÁ