Háskólalestin á Djúpavogi

Háskólalestin á Djúpavogi skrifaði Ólafur Björnsson - 27.05.2019
11:05
Háskólalestin staldraði við hér á Djúpavogi dagana 24.-25. maí sl.
Háskólalestin er nú á sínu níunda starfsári en hún var sett á laggirnar á aldarafmælisári Háskóla Íslands árið 2011.
Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað.
Á föstudeginum bauð háskólalestin nemendum 5.-10. bekkjar grunnskólans upp á fjölbreyttar vísindasmiðjur sem vöktu gríðarlega hrifningu nemenda og á laugardeginum var síðan opin vísindaveisla á Hótel Framtíð, sem var vel sótt og afar vel heppnuð.
Myndir frá vísindaveislunni má finna með því að smella hér.