Djúpavogshreppur
A A

Hangikjötsveisla í Sambúð

Hangikjötsveisla í Sambúð

Hangikjötsveisla í Sambúð

skrifaði 12.12.2016 - 15:12

Næstkomandi laugardag, 17. desember, ætlar Björgunarsveitin Bára að halda sannkallaða hangikjötsveislu í húsnæði sveitarinnar, í boði verður hið frábæra heimareykta hangikjöt frá Lindarbrekku, sem getur hefur af sér gott orð víða um veröld. Að sjálfsögðu verða í boði kartöflur, uppstúfur og annað meðlæti.

Verðið verður 3.000 kr. og mun allur aðgangseyrir renna í sjálfboðaliðsstarf sveitarinnar.
Börn undir 12 ára greiða 1.500 kr.

Húsið opnar 18:30 og hefst átið fljótlega uppúr því.

Viðburðurinn á Facebook.

Hangikjötið hugnast mér,
hér er góður staður.
Svangur kemur, svangur fer
sérhver ferðamaður.

ÓB