Djúpivogur
A A

Handverksmarkaður á Djúpavogi

Handverksmarkaður á Djúpavogi

Handverksmarkaður á Djúpavogi

skrifaði 30.04.2009 - 13:04

Eins og áður hefur komið fram er von á þremur skemmtiferðaskipum til Djúpavogs nú í sumar og það fyrsta er væntanlegt 1. júní.  Hugmyndin er að hér verði markaður með handverk, hönnun og listmuni frá handverksfólki frá Djúpavogi og Höfn en einnig af öðrum stöðum á Austurlandi. Einnig gæti verið gaman að vera með ýmiskonar mat t.d. sultur, brauð eða annað þess háttar.

Til þess að hægt sé að fá hugmynd um stærð og umfang þessa handverksmarkaðar bið ég alla þá sem áhuga hafa á að selja vörur sínar að hafa samband við undirritaða með því að senda tölvupóst á netfangið bryndis@djupivogur.is eða hringja í síma 478-8228 fyrir 8. maí nk.

Ferða-og menningarmálafulltrúi Djúpavogs
Bryndís Reynisdóttir