Djúpivogur
A A

Handverk - Hnífasýning Við Voginn

Handverk - Hnífasýning Við Voginn

Handverk - Hnífasýning Við Voginn

skrifaði 23.04.2010 - 00:04

Mikið er um að vera á Djúpavogi þessa dagana í tengslum við Hammondhátðina.  Í dag mátti meðal annars sjá sýningu á handverki Við Voginn en þar voru á ferð feðgarnir og Djúpavogsbúarnir Norvald og Andre Sandö þar sem þeir sýndu hnífa sem þeir hafa unnið í frístundum sínum um nokkurt skeið með góðum árangri. Þessi listasmíð þeirra feðga vakti verðskuldaða athygli gesta og gangandi.  Hnífarnir sem þeir sýndu eru bæði fjölbreyttir að lögum og efnivið, auk þessa vinna þeir hnífaslíðrin sjálfir m.a. úr hreindýraleðri, sjá hér nánar á myndum.  AS

 

 

 

 

 Listamennirnir og feðgarnir Andre og Norvald með hnífasýningu Við Voginn í dag.

  Andre með einn flottann og flugbeittann úr sinni eigin smiðju, Emil Karlsson kíkir á hnífaskápinn hjá Norvald