Djúpivogur
A A

Hammondhátíð á N4

Hammondhátíð á N4

Hammondhátíð á N4

skrifaði 22.04.2013 - 10:04

Í síðasta þætti af Glettum á Austurlandi á N4 var fjallað um Hammondhátíð Djúpavogs og rætt við þá Kristján Ingimarsson og Ólaf Björnsson um þessa frábæru hátíð sem hefst næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta.

Spennan er svo sannarlega að magnast nú þegar Hammondvikan er gengin í garð og ljóst að mikil stemmning verður hér í bænum og mikið um að vera alveg frá miðvikudegi til sunnudags.

Hægt er að horfa á umfjöllunina, sem er fremst í þættinum, hér að neðan eða með því að smella hér.

AS