Djúpivogur
A A

Hammondhátíð á Djúpavogi hlaut menningarverðlaun SSA

Hammondhátíð á Djúpavogi hlaut menningarverðlaun SSA

Hammondhátíð á Djúpavogi hlaut menningarverðlaun SSA

skrifaði 28.09.2009 - 08:09

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Hammondhátíð á Djúpavogi hlaut menningarverðlaun SSA aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Seyðisfirði um síðastliðna helgi.

Það var Svavar Sigurðsson, frumkvöðull Hammondhátíðarinnar sem tók við verðlaununum sem samanstóðu af blómvendi, viðurkenningu og ávísun á fjárupphæð.

Í ræðu formanns SSA kom fram að hátíðin, sem fyrst var haldin 2006, hafi fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu tónlistarhátíðum á Austurlandi. Taldi hann upp þá fjölmörgu tónlistarmenn sem heiðrað höfðu hátíðina með nærveru sinni og eru það engin smá nöfn eins og þeir sem til þekkja vita.

Sagði hann ennfremur að áhorfendafjöldi hafi farið vaxandi frá upphafi og að þátttakan á síðustu hátíð hafi toppað allt, sem þakka mætti góðu orðspori hátíðarinnar og þeim frábæru tónlistarmönnum, sem farnir eru að bíða í röðum eftir að fá að spila á henni.

Við hér á heimasíðunni óskum aðstandendum Hammondhátíðar, sem og Djúpavogsbúum öllum, innilega til hamingju með þennan frábæra heiður.

ÓB

 


Svavar Sigurðsson tekur við verðlaununum frá B. Hafþóri Guðmundssyni, formanni SSA og Þorvaldi Jóhannssyni, framkvæmdarstjóra SSA.


Svavar, í Lennon bol, sagði nokkur vel valin orð


Svavar "herra Hammond" Sigurðsson - sáttur með viðurkenninguna