Djúpivogur
A A

Hammondhátíð Djúpavogs í máli og myndum

Hammondhátíð Djúpavogs í máli og myndum

Hammondhátíð Djúpavogs í máli og myndum

skrifaði 25.05.2010 - 17:05

Eins og flestir vita hefur heimasíða Djúpavogshrepps gert Hammondhátíð Djúpavogs góð skil í gegnum tíðina með umfjöllunum og myndum. Einhverra hluta vegna hefur þessum skemmtilegu heimildum aldrei verið fundinn almennilegur staður innan heimasíðunnar. Nú hefur verið ráðin bót á því og allt heila klabbið er aðgengilegt á sama stað, sundurliðað eftir árum.

Þar má m.a. finna myndir frá fyrstu Hammondhátíðinni, sem aldrei hafa birst áður á heimasíðunni.

Lesendur eru því hvattir til að skoða efnið í heild og kynna sér eða rifja upp sögu þessarar frábæru hátíðar.

Samantektina má finna hér til hliðar, undir Menning - Hammondhátíð.

ÓB