Hamingja í Hálsaskógi

Hamingja í Hálsaskógi
Ólafur Björnsson skrifaði 22.06.2018 - 19:06Skógræktarfélag Djúpavogs - Samvera í Hálsaskógi kl. 19:00
Skógarskoðun, kaffi, leikir og lummur.
Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Boðið verður upp á fjölmarga viðburði í skógum landsins um land allt á laugardeginum 23. júní. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið.
Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni - https://www.skogargatt.is/ og á Facebook-síðu Líf í lundi - https://www.facebook.com/lifilundi/, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum miðlum.