Djúpivogur
A A

Hamagangur hjá þorrablótsnefndinni 2010

Hamagangur hjá þorrablótsnefndinni 2010

Hamagangur hjá þorrablótsnefndinni 2010

skrifaði 21.01.2010 - 14:01

Þorrablótsnefndin vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir Þorrablót Djúpavogs 2010 sem haldið verður á Hótel Framtíð laugardaginn 30.janúar nk.  Hægt er að kaupa miða í forsölu á Hótel Framtíð dagana 27. og 28. janúar.
 
Undirbúningur gengur glimrandi vel og óhætt að lofa gestum góðri skemmtun. Þess vegna má allt eins búast við því að þakið hreinlega rifni af húsakynnum hótelsins.  

Að venju verða Peruverðlaunin afhent og minnt er á að hægt er að skila inn atkvæðum á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á netfangið djupivogur@djupivogur.is  fyrir klukkan 13:00 mánudaginn 25.janúar 2010.  Við hvetjum alla til þess að skila inn atkvæði!

Hljómsveitin Parket frá Hornafirði mun halda uppi fjörinu eftir blót en þeir spiluðu einmitt á blótinu í fyrra við góðar undirtektir.  Parket hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytt tónlistarval með þekktum og vinsælum rokk-, popp- og danslögum sem höfða til allra aldurshópa.  Eins og í fyrra verður Haukur Þorvalds sérlegur gestasöngvari hljómsveitarinnar.

Í nefndinni í ár eiga eftirtaldir aðilar sæti:

Bryndís Reynisdóttir
Íris Birgisdóttir
Gestur Sigurjónsson
Steinunn Jónsdóttir
Jón Sigurðsson
Elís Grétarsson
Sóley Dögg Birgisdóttir
Eiður Gísli Guðmundsson
Bergþóra Valgeirsdóttir
Birgir Th. Ágústsson
Helga Björk Arnardóttir
Magnús Kristjánsson
Elva Sigurðardóttir
Jószef Belá Kiss
Stefán Ingólfsson
Sigurður Stefánsson
Ýmir Már Arnarsson Fyrir þá sem hafa hug á að sækja Djúpavog heim um þorrablótshelgina, nú eða nenna ekki heim til sín eftir blót, býður Hótel Framtíð upp á sérstakt þorratilboð á gistinu

1x1 herb. með baði  án morgunverðar kr.6.600.-
1x2 herb. með baði án morgunverðar kr.8.000.-

 

SJÁUMST Á ÞORRABLÓTI

 

Þorrablótsnefndin 2010

 

BR