Djúpavogshreppur
A A

HVAÐ tímaritið er komið út!

HVAÐ tímaritið er komið út!
Cittaslow

HVAÐ tímaritið er komið út!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 05.06.2019 - 10:06

Undanfarna mánuði hefur Djúpavogsbúinn Ágústa Margrét Arnardóttir unnið að barna- og ungmennatímaritinu HVAÐ. Nú er blaðið komið út, brakandi ferskt og heilar 164 síður.

Tímaritið HVAÐ er hvetjandi og eflandi tímarit fyrir börn og ungmenni sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á tilveruna og náttúruna.

HVAÐ kom út nú á dögunum í fyrsta sinn en stefnt er að tveimur útgáfum á ári, sú næsta í nóvember. Áhersla er lögð á árstíðirnar og umfjöllunarefnin eru útivist og náttúra, sköpun og hvatning, ferðalög og áfangastaðir, áhugamál og afþreying og líkami og sál.

Ágústa Margrét Arnardóttir ritstjóri tímaritsins og Íris Ösp Sveinbjörsndóttir, listrænn stjórnandi, kynntu tímaritið í útvarpsviðtali Í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hlusta má á viðtalið hér.

Djúpavogshreppur óskar Ágústu innilega til hamingju með útgáfuna!


Heimasíða- hvadtimarit.is

Instagram- hvadtimarit

Facebook síða- hvadtimarit

Facebook hópur- spjallhopur hvadtimarit

Snapchat- hvadtimarit

Sími- 8631475

hvadtimarit@gmail.com