Djúpivogur
A A

HVAÐ tímarit

HVAÐ tímarit

HVAÐ tímarit

Ólafur Björnsson skrifaði 05.03.2019 - 15:03

Undanfarna mánuði hefur Djúpavogsbúinn Ágústa Margrét Arnardóttir unnið að barna- og ungmennatímariti með það að leiðarljósi að gefa út prentað 130 blaðsíðna tímarit í byrjun maí nk. Hún hefur fengið til liðs við sig 12 fullorðna einstaklinga og annað eins af ungmennum sem koma með hugmyndir, velja viðmælendur og uppsetningu, skrifa efni, ákveða útlit, gildi, stefnur og fleira. Enn bætist í hóp höfunda sérstakra blaðhluta, blaðamanna, viðmælenda og efnis. Það er löngu komið efni sem fyllir 130 bls. og því byrjað að deila efninu milli tímarita en stefnan er að gefa það út tvisvar á ári.

Vinnan við að finna efni og samstarfsaðila hefur gengið framar vonum og er verkefnið nú statt í fjármögnunarferli, en sóst er eftir styrkjum og stuðningi í gegnum Karolina Fund þessa stundina í þeim tilgangi að safna fé fyrir hönnun, prentun og dreifingu.

Þetta segir í kynningu á tímaritinu:

Tímaritið HVAÐ er hvetjandi og eflandi tímarit fyrir börn og ungmenni sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á tilveruna og náttúruna.

HVAÐ kemur út í byrjun maí og byrjun nóvember á hverju ári. Áhersla er lögð á árstíðirnar og flestar upplýsingar ná yfir minnst hálfs árs tímabil t.d. útivist sem tengist veðráttu, ferðatilhögun, afþreyingu, þjónustu, námskeiðum og annað.

HVAÐ leggur áherslu á:

  • Útivist og náttúru
  • Sköpun og hvatning
  • Ferðalög og áfangastað
  • Áhugamál og afþreying
  • Líkama og sál

Ýtarlegri upplýsingar má finna hér:

Söfnun á Karolina Fund
Heimasíða: hvadtimarit.com
Instagram: hvadtimarit
Facebooksíða: hvadtimarit
Facebookhópur: spjallhopur hvadtimarit
Snapchat: hvadtimarit
Sími: 8631475
hvadtimarit@gmail.com