Djúpivogur
A A

HRAFNA HANNA IDOL STJARNA ÍSLANDS 2009

HRAFNA HANNA IDOL STJARNA ÍSLANDS 2009

HRAFNA HANNA IDOL STJARNA ÍSLANDS 2009

skrifaði 15.05.2009 - 22:05

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir frá Djúpavogi var í kvöld krýnd Idolstjarna Íslands 2009 eftir harða keppni við Önnu Hlín Sekulic.

Keppnin var sannarlega hnífjöfn og báðar stóðu þær sig frábærlega en Hrafna hefur greinilega náð að hrífa þjóðina með sér með einlægum, öruggum og kraftmiklum flutningi. Hún söng þrjú lög; Ticket to the moon, Alla leið og Ég elska þig enn og stóð sig frábærlega í öllum lögunum.

Djúpavogsbúar fjölmenntu á Hótel Framtíð, en það lætur nærri að þar hafi verið um 120 manns, stemmingin gríðarleg og þakið ætlaði bókstaflega af húsinu þegar úrslitin voru tilkynnt.

Við hér á fréttasíðunni, fyrir hönd allra íbúa í Djúpavogshreppi, óskum Hröfnu Hönnu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Hún er sannarlega búin að vera okkur til mikils sóma.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld á Hótel Framtíð. Undirritaður biðst afsökunar á því hversu dökkar myndirnar eru sem teknar voru yfir salinn en þær segja vonandi sitt. Hægt er að smella á hverja mynd til að sjá hana í stærri upplausn.

ÓB