Djúpivogur
A A

H2O WATN: Frá Berufirði til Ísrael

H2O WATN: Frá Berufirði til Ísrael

H2O WATN: Frá Berufirði til Ísrael

skrifaði 20.01.2010 - 11:01

Nýlega birtist grein um fyrirhugaðan vatnsútflutning frá Berufirði í blaðinu Land & Saga. Í greininni kemur m.a. fram að hugsanlega sé hægt að byrja að hlaða fyrsta skipið í Berufirði í júlí á þessu ári og að verkefnið gæti skapað allt að 10-13 stöðugildi.

Þeir sem hafa fylgst með framgangi þessa máls vita hversu gríðarlega spennandi þetta verkefni er og jafnframt hve mikilvægt það yrði fyrir samfélagið okkar á tímum sem þessum.

Hins vegar leggur heimasíða Djúpavogshrepps að svo komnu máli ekki  mat á það hvort og þá hversu hratt verkefnið verður að veruleika.

Greinina má sjá í heild með því að smella hér

 

BR