Djúpivogur
A A

Gunnar Stefáns í Afríku

Gunnar Stefáns í Afríku

Gunnar Stefáns í Afríku

skrifaði 12.06.2012 - 08:06

Gunnar Stefánsson, sonur Stebba og Nínu, er nú á ferðalagi um Afríku. Gunnar hefur farið ansi víða síðustu ár og hefur ávallt gert því góð skil á heimasíðunni sinni www.gunnistefans.com og er engin undantekning á því núna. Í þau skipti sem hann kemst í gott netsamband setur hann inn myndir og gerir grein fyrir sér.

Á heimasíðu Gunnar segir: Þessa dagana er ég á ferðalagi um Afríku.  Ferðin hófst í maí 2012 og stendur yfir í meira og minna allt sumar. Löndin sem ég mun að lágmarki heimsækja eru Kenya, Tanzania, Malawi, Mozambique, Zimbabwe, Botswana, Namibia, South Africa. Mun reyna eftir minni bestu getu að halda úti dagbókafærslum hér, hlaða upp myndum og aldrei að vita nema maður hendi inn einu og einu videobloggi líka.

Áhugasamir geta fylgst með Gunnari á www.gunnistefans.com

ÓB