Gríðarlegt vatnsveður í Djúpavogshreppi

Það fór vísast ekki fram hjá neinum sem staddur var í Djúpavogshreppi um helgina að úrkoman var í meira lagi, en segja má að rignt hafi linnulaust frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudegi. Og það ekkert smá.
Fyrr í siðustu viku fór ræsi á veginum ofan við Núp á Berufjarðarströnd eftir mikið vatnsveður, með tilheyrandi vegaskemmdum.
Um helgina voru vatnavextir gríðarlegir í Djúpavogshreppi og hækkaði vatnsborð í ám um allt að 2 metra.
Skriða féll á veginn innan við Búlandsá og lokaði honum.
Við höfum tekið saman mynda- og myndbandasafn frá ýmsum aðilum sem voru á vettvangi síðastliðna viku og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir afnotin.
Myndasafnið má sjá með því að smella hér og myndböndin eru hér að neðan.
ÓB
Í Hamarsfirði 23. september, Óskar Ragnarsson
Skriða á veginum innan við Búlandsdal 23. september, Marcelo Didcican Germino