Djúpivogur
A A

Grafít 1 árs starfsafmæli

Grafít 1 árs starfsafmæli

Grafít 1 árs starfsafmæli

skrifaði 31.01.2015 - 17:01

Í dag bauð fyrirtækið Grafít http://www.grafit.is/is/index.html til afmælisteitis á vinnustað sínum að Mörk 2 á Djúpavogi en þar hafa þær systur Rán Freysdóttir og Alfa Freysdóttir gert sér virkilega flotta vinnuaðstöðu. Fjöldi fólks heimsóttu starfsstöð Grafít í dag og þáðu veitingar og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins en þær systur sem eru innanhússarkitektar hafa verið að vinna að mörgum og fjölbreyttum verkefnum síðan fyrirtækið tók til starfa og hafa nóg að gera um þessar mundir sem sýnir sannarlega dugnað þeirra systra við að koma sér á framfæri. Við óskum þeim systrum því innilega til hamingju með daginn og erum þess fullviss að fyrirtæki þeirra eigi eftir að vaxa og dafna hér á næstu árum. 

Sjá meðfylgjandi myndir frá afmælisfagnaði Grafít í dag. 

                                                                        Samantekt og myndir Andrés S  

 

 

 

 

 

 

 

Alfa Freysdóttir og Rán Freysdóttir eigendur Grafit fagna eins árs starfsafmæli fyrirtækisins.