Göngum í skólann 2009

Göngum í skólann 2009
skrifaði 08.09.2009 - 09:09Á morgun, miðvikudaginn 9. september hefst átakið "Göngum í skólann" í þriðja sinn. Nemendur eru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann í heilan mánuð. Haldið verður utan um þátttökuna í skólanum og það skráð samviskusamlega hverjir taka þátt.
Börnum úr dreifbýli verður hleypt úr skólabílunum við Samkaup-Strax, þannig að þau geta tekið fullan þátt í verkefninu.
Á morgun eru foreldrar / forráðamenn sérstaklega hvattir til að ganga / hjóla með börnunum í skólann, til að hefja átakið sem lýkur formlega 9. október nk. Dagskrá þann dag verður auglýst síðar.
Með von um góða þátttöku. HDH