Djúpivogur
A A

Gömul mynd frá Ágústi Guðjónssyni

Gömul mynd frá Ágústi Guðjónssyni

Gömul mynd frá Ágústi Guðjónssyni

skrifaði 30.01.2015 - 15:01

Ágúst Guðjónsson kom með alveg hreint frábæra mynd til okkar nú í vikunni. Hún sýnir nokkra unga drengi, flestaða ættaða héðan úr sveitarfélaginu, á góðri stund um borð í Ljósfaranum í Norðursjó. Þeir hafa um hönd eitthvað sem Ágúst var viss um að væri einhvers konar "orkudrykkur". Myndin er líklega tekin 1968 eða 1969.

Mennirnir á myndinni eru: efstir Rafn Karlsson og Freyr Steingrímsson, þar fyrir neðan Sveinn Elísson frá Starmýri og Sigurður Gunnlaugsson. Fremstur er síðan Eggert Jóhannsson, sem síðar varð þekktur undir nafninu Eggert feldskeri.

Við þökkum Ágústi kærlega fyrir þessa frábæru mynd, sem við efumst ekki um að muni ylja mörgum um hjartarætur.

ÓB