Djúpivogur
A A

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Góðar gjafir

skrifaði 11.10.2010 - 10:10

Rétt áður en nemendur grunnskólans voru ræstir af stað í Norræna skólahlaupið á fimmtudaginn kom Guðný Helga og færði skólanum endurskinsvesti á alla nemendur og starfsmenn að gjöf frá Vátryggingafélagi Íslands og Sparisjóðnum. Þessi vesti koma sér einstaklega vel og er mikið öryggisatriði að hafa nemendur vel sýnilega þegar þeir fara út fyrir skólalóðina. Við þökkum VÍS og Sparisjóðnum kærlega fyrir þessa nytsömu gjöf.

BE

 

 

 

 


Guðný Helga Baldursdóttir afhendir Berglind Einarsdóttur skólastjóra vestin


Börnin komin í vestin, skólahlaupið að byrja