Djúpivogur
A A

Glæsilegur árangur hjá sunddeild Neista

Glæsilegur árangur hjá sunddeild Neista

Glæsilegur árangur hjá sunddeild Neista

skrifaði 27.09.2010 - 10:09

Sunddeild Neista bæti enn einni rósinni í hnappagat sitt um helgina þegar deildin vann, annað árið í röð, stigabikarinn á meistaramóti UÍA sem fram fór á Neskaupstað s.l. helgi. 

Alls kepptu 11 börn fyrir Neista með þessum glæsilega árangri og óhætt er að segja að Neistakrakkar og aðstandendur ætluðu hreinlega að rifna af stolti þegar úrslitin voru tilkynnt og ljóst að Neisti vann mótið og í ljós kom að við höfðum unnið Þrótt, sem hafði u.þ.b. helmingi fleiri keppendur á mótinu, með 36 stigum.

Til hamingju Sund-Neistar með glæsilegan árangur!!!
 
Sóley Dögg Birgisdóttir, formaður Neista

 

BR