Glænýr Matvælasjóður

Rétt í þessu var kynningarfundi um nýstofnaðan Matvælasjóð að ljúka, en hægt er að horfa á upptöku fundarins hér.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvælaframleiðslu um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir frá og með deginum í dag og lokar fyrir umsóknir mánudaginn 21. september.
Umsóknum þarf að skila í gegnum eyðublaðavef Stjórarráðsins og fylgiskjöl þarf að hengja við ákveðnar umsóknir.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stjórnarráðsins, til að mynda:
Umsóknareyðublað á mínum síðum Stjórnarráðsins
Djúpavogshreppur hvetur öll ykkar sem eru nú þegar í matvælaframleiðslu eða eiga draum um slíkt í maganum að kynna sér þetta betur og láta ekki þetta frábæra tækifæri framhjá sér fara!