Djúpivogur
A A

Gjöf til skólans

Gjöf til skólans

Gjöf til skólans

skrifaði 29.01.2014 - 08:01

Grunnskólanum barst höfðingleg gjöf um daginn, frá Fjölsmiðjunni í Reykjavík.  Þannig er að Þorleifur, fyrrverandi "bóndi" í Hamraborg er deildarstjóri tölvudeildar Fjölsmiðjunnar.  Þeir áttu 20 tölvuskjái sem þeir þurftu ekki að nota og datt Þorleifi þá í hug að mögulega væri þörf á þessum skjám hér á Djúpavogi.  Hann hafði samband við Ólaf Björnsson, yfirmann tölvumála í skólanum sem þáði skjáina með þökkum fyrir hönd skólans.

Myndirnar hér að neðan tók Ólafur af glöðum krökkum í grunnskólanum þegar skjáirnir voru komnir í hús.  Vil ég, fyrir hönd nemenda og starfsfólks skólans, senda Þorleifi og öðrum í Fjölsmiðjunni í Reykjavík okkar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Halldóra Dröfn, skólastjóri