Djúpivogur
A A

Gjöf til leikskólans og styrkur til Rabba

Gjöf til leikskólans og styrkur til Rabba

Gjöf til leikskólans og styrkur til Rabba

skrifaði 27.08.2010 - 16:08

Kæru íbúar Djúpavogshrepps og aðrir þeir sem styrktu okkur við fjáröflun til kaupa á hjartaómunartæki.

Fyrr í sumar afhentum við heilsugæslunni á Djúpavogi hjataómunartækið góða. Eins og áður hefur komið fram er það til notkunar fyrir konur í mæðraeftirliti. Það er komið í notkun og virkar mjög vel.

Það varð töluverður afgangur af peningnum sem safnaðist svo við ákváðum að styrkja leikskólann. Í samráði við leikskólastjóra var ákveðið að kaupa nýja myndavél og var hún afhent í dag.

Enn var afgangur af söfnunarfénu og var ákveðið að leggja hann inn á söfnunarreikninginn fyrir Rafn Heiðdal.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn.

Hafdís, Helga Björk, Heiða og Íris Dögg.

 

 

 


Þórdís leikskólastjóri tekur við myndavélinni frá Írisi, Helgu og Hafdísi