Djúpivogur
A A

Gjöf til grunnskólans

Gjöf til grunnskólans

Gjöf til grunnskólans

skrifaði 26.03.2015 - 13:03

Fyrir nokkru koma Alda Jónsdóttir, bóndi á Fossárdal, færandi hendi með gjöf til grunnskólans.  Um var að ræða rennibekk, sem Eyþór Guðmundsson, heitinn, átti og fannst henni við hæfi að gefa grunnskólabörnum færi á að fá hann til eignar.

Rennibekkurinn hefur nú fengið sinn stað í smíðastofunni og hafa nemendur og kennari prufukeyrt hann og lofar afraksturinn góðu.

Við þökkum Öldu kærlega fyrir höfðinglega gjöf en gjafir sem þessar eru skólanum, börnunum og starfinu hér mikils virði.

HDH