Djúpivogur
A A

Gjöf frá Kvenfélaginu Vöku

Gjöf frá Kvenfélaginu Vöku

Gjöf frá Kvenfélaginu Vöku

skrifaði 13.11.2015 - 07:11

Í sumar færðu Kvenfélagskonur leikskólanum rólur fyrir yngstu nemendurna að gjöf. Nú eru þær komnar upp og viljum við  í Leikskólanum Bjarkatúni þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf. Hér sést formaðurinn Ingibjörg Stefánsdóttir ýta tveim nemendum í rólunni og eins og sést mun rólan koma að góðum notum.

 
Mokað fyrir nýrri rólu


Rólan samsett og tilbúin til uppsetningar


Þá er bara að prófa róluna


Formaður Kvenfélagsins afhendir og vígir nýju róluna með yngstu börnum leikskólans

Fleiri myndir hér

ÞS og GSS