Djúpivogur
A A

Gjöf barst safni Ríkarðs Jónssonar

Gjöf barst safni Ríkarðs Jónssonar
Cittaslow

Gjöf barst safni Ríkarðs Jónssonar

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 27.08.2020 - 15:08

Úskorinn stóll barst safni Ríkarðs Jónssonar nýverið en upphaflega var hann gefinn af Ríkarði til Júlíönnu Jónsdóttur sem saumaði áklæðið. Gefandi stólsins er Hannes Örn Jónsson og var hann afhentur af eiginkonu hans Helgu Sigurbjartsdóttur. Jón Hannesson erfði svo stólinn eftir móður sína, Júlíönnu Jónsdóttur, og síðar Hannes eftir föður sinn. Eftir heimildum Djúpavogshrepps voru Júlíanna og Ríkarður góðir vinir.

Djúpavogshreppur þakkar þessa höfðinglegu gjöf.