Djúpivogur
A A

Gjafir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar

Gjafir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar
Cittaslow

Gjafir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 22.08.2018 - 10:08

Harpa Sævarsdóttir færði Djúpavogshreppi muni úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar sem snúa að Djúpavogi og hans lífi í hreppnum. En Valgeir Vilhjálmsson var búsettur á Djúpavogi árin 1946-1983. Hér sinnti hann meðal annars hlutverki skólastjóra og kennara, var oddviti og hreppstjóri, í hafnarnefnd og sáttanefnd, formaður slysavarnarfélagsins, endurskoðandi kaupfélagsins, tollvörður og lengi mætti áfram telja. Meðal þeirra muna sem Harpa Sævarsdóttir færði úr dánarbúi hans voru málverk af Djúpavogi, álfasteinsplattar, ljósmyndir, persónulegir munir, bækur og bréf.

Munirnir munu dvelja í Tryggvabúð á næstunni fyrir bæjarbúa til að skoða nánar og virða fyrir sér.

Verið velkomin!