Djúpivogur
A A

Gjafir berast safni Ríkarðs Jónssonar

Gjafir berast safni Ríkarðs Jónssonar
Cittaslow

Gjafir berast safni Ríkarðs Jónssonar

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 17.07.2020 - 15:07

Nú á dögunum bárust safni Ríkarðs Jónssonar gjafir. Hjónin Dóra Berglind og Hannes Hilmarsson komu færandi hendi austur á Djúpavog með sófaborð, útskorna skrautfjöl og kistil eftir Ríkarð Jónsson. Gjöfin er frá afkomendum Páls Guðjónssonar og Huldu Guðmundsdóttur til safnsins í minningu þeirra. Hannes er einn þeirra en hann er barnabarn Páls og Huldu. Páll Guðjónsson fæddist 23. júlí 1904 á Stokkseyri og var bifreiðarstjóri. Hulda Guðmundsdóttir, eiginkona Páls, fæddist 7. maí 1904 í Hlíðarkoti, Fróðárhreppi í Snæfellsnessýslu og var húsfreyja á Stokkseyri og í Reykjavík. Páll fékk gripina í afmælisgjöf árið 1944. Páll lést 25. júní 1959 en Hulda lést 21. júní árið 2000. Verkin voru sérpöntuð gjöf til Páls í fertugsafmælisgjöf en á skrautfjölinni má lesa útskorið „frá nokkrum vinum“ 23. Júlí, 1944. Verkin eru prýdd höfðaletri eins og Ríkarður gerði gjarnan við útskorin verk. Djúpavogshreppur og safn Ríkarðs Jónssonar færir afkomendum Páls Guðjónssonar bestu þakkir fyrir þessar dýrmætu gjafir.

Hannes Hilmarsson og Dóra Berglind ásamt dóttur sinni færa Djúpavogshreppi munina fyrir hönd afkomenda Páls.

Páll og Hulda með gjafir sínar sem Ríkarður Jónsson bjó til. En sjá má skrautfjölina á veggnum til hliðar við hjónin.Páll og Hulda með gjafir sínar sem Ríkarður Jónsson bjó til. En sjá má skrautfjölina á veggnum til hliðar við hjónin.