Djúpavogshreppur
A A

Gist í tjöldum og bílum

Gist í tjöldum og bílum

Gist í tjöldum og bílum

skrifaði 23.07.2015 - 11:07

Talsvert hefur borið á því að ferðamenn séu að gista í tjöldum eða bílum sínum um hvippinn og hvappinn á öllu Íslandi.

Djúpavogshreppur er ekki undanskilinn.

Til að stemma stigu við þessu er búið að láta útbúa skilti sem banna að tjaldað sé eða gist í bílum á völdum stöðum. Nokkur skilti eru þegar komin upp, en þeim mun fjölga á næstu dögum.

Vonir standa til að skiltin verði til þess að draga úr þessu vandamáli og að ferðamenn nýti frekar þau góðu tjaldstæði sem í boði eru í sveitarfélaginu.

ED