Geymslusvæðið í Gleðivík tilbúið
skrifaði 08.10.2010 - 16:10
Nú er búið að leggja rafmagn í geymslusvæðið í Gleðivík og þar af leiðandi hvetur Djúpavogshreppur alla þá, sem hafa í hyggju að nýta aðstöðuna, að fara að hugsa sér til hreyfings.
Sveitarstjóri