Djúpivogur
A A

Gestavika

Gestavika

Gestavika

skrifaði 18.03.2010 - 10:03

Gestavikan í skólanum stendur nú sem hæst.  Góð þátttaka hefur verið hjá forráðamönnum, sérstaklega yngri barnanna.  Börnin hafa fengið heimsóknir í smíðatíma, heimilisfræði, tjáningu, inni í stofu, samsöng o.m.fl.
Hann Brynjar Dagur, sem sést hér á myndinni, hefur verið duglegur að heimsækja systkini sín og skemmti sér hið besta í samsöngnum í morgun, þar sem hann bæði dansaði og söng.  Enn eru tæpir tveir skóladagar eftir þannig að enn er svigrúm til að heimsækja börnin.  HDH