Djúpivogur
A A

Gatnaframkvæmdir á Djúpavogi

Gatnaframkvæmdir á Djúpavogi

Gatnaframkvæmdir á Djúpavogi

skrifaði 26.08.2006 - 00:08

Í gær og dag hefur Malarvinnslan frá Egilsstöðum verið hér á Djúpavogi við malbikun á götum og bílastæðum. Eftir er að klára að leggja á nokkur bílastæði og plön svo og að setja kantstein en það verður væntanlega gert strax  í næstu viku. Þá er ætlunin að gera við stærri skemmdir í götum á nokkrum svæðum í þorpinu.  Mikil prýði verður af þessari framkvæmd við göturnar og sérstaklega verður þetta mikill munur fyrir íbúana sem hafa beðið töluvert lengi eftir að ráðist yrði í þetta verk. AS